Aðalfundur 8-6-1969

Haldinn á Hóteli H.B

Fundurinn hófat kl 17,00

Á fund þennan mættu 7 félagsmenn.

Formaður félagsins tók að sér fundarstjórn, og skírði frá starfi félagsins á liðnu starfsári, kom þar fram að félagið hafði gengið í Efrópusamband sjóstangveðimanna og nokkrir félagsmenn höfðu gerst einstaklingsfélagar í sambandinu.

Prentuð höfðu verið félagsskírteni.

Síðan fór fram stjórnarkjör, og var tillaga Kolbeins Sigurjónssonar einróma samþykkt, en tillagan er á þessa leið"

Formaður :......Sævar Sæmundsson

V formaður :...Hans O.Fredrikssen

Gjaldkeri :......Halldór Jónsson

Ritari :............Guðmundur Jónsson

M stjórn :.......Tryggvi Jónasson

Síðan var rætt hvernig starf félagsins skyldi vera háttað á ári komandi.

Kom fram tillaga frá formanni um að félagið gengist fyrir innanfélagsmóti á hverju ári og það fyrsta skyldi haldið laugardaginn 2,ágúst. Tveir menn voru kostnir í nefnd til könnunar á öflun verðlaunagripa fyrir innanfélagsmótið.

Einnig var samþykkt að fela Guðna Hermannsyni að gera félagsmerki.

Ákveðið var að árgjald félagsmanna skyldi verða  Kr. 350,00- og gjaldagi þess skyldi vera í maí lok.

Félagsstjórn var falin endurskoðun á félagslögum.

Skráning í mót

Myndir


Vefsíðugerð & vefhönnun: Smartmedia 2012